Nýr vefur hefur verið opnaður fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Þar sem starfsemi AÞ hefur sameinast SSNE verður vefurinn atthing.is ekki uppfærður áfram en vísað er á nýja vefinn ssne.is.
Sviðsstjóri atvinnu- og byggðaþróunar á Húsavík
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf sviðsstjóra atvinnu- og byggðaþróunar í starfsstöð sína á Húsavík. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Umsóknir og nánari upplýsingar um starfssvið, menntunar- og hæfniskröfur er að finna á vef Capacent
Viltu að rödd sveitasamfélaganna heyrist?
Íbúum í sveitum landsins er boðið að taka þátt í könnuninni Byggðafesta og búferlaflutningar: Íslensk sveitasamfélög.
Óskað er eftir að allir heimilismenn sem eru 18 ára og eldri taki þátt í könnuninni. Ykkar svör skipta máli!
Taktu þátt í könnuninni á www.byggdir.is
Auglýst eftir umsóknum um styrki Í Betri Bakkafjörður
Alþingi ákvað að veita auknu fjármagni til verkefna á vegum Brothættra byggða. Verkefnisstjórn Betri Bakkafjörður hefur í framhaldi af því, ákveðið að framlengja umsóknarfrest sem rann út þann 17. apríl sl. til loka sunnudagsins 10. maí 2020.
Til ráðstöfunar eru 13,5 milljónir.
Auglýst eftir umsóknum í Öxarfjörður í sókn
Alþingi hefur ákveðið að veita auknum fjármunum í verkefnið Brothættar byggðir árinu 2020. Verkefnisstjórn hefur í ljósi þess ákveðið að framlengja áður auglýstan umsóknarfrest og eru nú 13,5 milljónir alls til ráðstöfunar í sjóðum Öxarfjarðar í sókn. Frestur til að sækja um er til sunnudagsins 10. maí 2020.