Flýtitenglar

 • Botnsvatn
 • Fnjoskadalur
 1. 1
 2. 2
 3. 3
 4. 4
 5. 5
 6. 6

Auglýst er eftir umsóknum um styrki

Opið er fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum Öxarfjarðar í sókn og er frestur til að sækja um til mánudagsins 3. mars 2020.
Meginmarkmið Öxarfjarðar í sókn eru eftirfarandi:

 • Framandi áfangastaður
 • Framsækni í matvælaframleiðslu
 • Uppbyggilegt samfélag
 • Öflugir innviðir

Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum. Meira →

Sex verkefni styrkt á Bakkafirði

Þann 10. janúar sl. voru sjö milljónum króna úr verkefninu Betri Bakkafjörður vegna ársins 2019 úthlutað til sex samfélagseflandi verkefna á Bakkafirði. Auglýst var síðastliðinn nóvember, sjö umsóknir bárust um styrki að upphæð kr. 16,5 milljónir.
Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.

Meira →

Nýr framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur ráðið Eyþór Björnsson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna.

Eyþór Björnsson er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, MBA frá Háskóla Íslands og diplomu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Einnig hefur hann lokið diplomanámi í alþjóðlegum hafrétti frá Rhodes Academy. Eyþór hefur starfað sem forstjóri Fiskistofu frá árinu 2010 og þar á undan gengdi hann starfi sviðsstjóra veiðieftirlitssviðs hjá sömu stofnun. Eyþór hefur yfirgripsmikla reynslu af rekstri og stjórnun s.s. breytingastjórnun, skipulagningu og uppbyggingu starfsstöðva, mannauðsmálum, stefnumótun og innleiðingu stefnu.

„Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu nýja starfi og ég er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Landshlutasamtökin hafa gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna og ég sé framundan mjög spennandi og skemmtilega vinnu með því reynslumikla fólki sem er hér til staðar og er nú að sameinast um að vinna þessi mikilvægu verkefni.” segir Eyþór

Stjórn SSNE býður Eyþór hjartanlega velkominn til starfa

Stafrænt forskot – vinnustofur á Húsavík

Nýsköpunarmiðstöð Ísland og Húsavíkurstofa standa fyrir vinnustofum í námskeiðinu Stafrænt Forskot í Hvalasafninu á Húsavík 30. janúar, 5. og 6. febrúar. Markmið vinnustofanna er að auka samkeppnishæfni fyrirtækja með því að efla getu þeirra í markaðssetningu hérlendis og erlendis. Námskeiðið er opið öllum fyrirtækjum á svæðinu.

Meira →

Verkefnisstjóri ÖÍS kemur aftur til starfa í janúar

Góðan dag,

Charlotta Englund verkefnisstjóri ÖÍS kem til aftur til starfa mán-mið kl 8-12 núna í janúar, verð þó ekki með fasta viðveru á Kópaskeri fyrr en í febrúar, en hægt að koma á fundum þar sem og annars staðar eftir samkomulagi . Áríðandi verkefni sem kunna að koma upp utan þess tíma sinni ég við fyrsta tækifæri, flesta daga fyrir hádegi er ég viðloða tölvu/síma.