Flýtitenglar

Millilandaflug til Norðurlands - lokaverkefni

Friðrik Sigurðsson á Húsavík hefur að undanförnu lagt stund á nám í flugrekstrarfræði við Flugakademíu Keilis.  Hann valdi sér það viðfangsefni til lokaverkefnis að kanna möguleika á frekara beinu millilandaflugi til Norðurlands. Í verkefninu skoðar hann hvaða möguleikar eru til staðar á Norðausturlandi  til þess að taka á móti slíkum ferðahópum.
Liður í verkefnisvinnunni var vettvangsferð til þriggja staða í Svíþjóð og Finnlandi sem staðsettir eru nálægt heimskautsbaug líkt og Norðausturland, en hafa allir náð góðum árangri í vetrarferðamennsku.
Friðrik kemst að þeirri niðurstöðu að veruleg sóknarfæri liggi í frekara millilandaflugi til Norðurlands og það eigi því framtíðina fyrir sér í vetrarferðamennsku.

Verkefnið má lesa í heild sinni á eftirfarandi tengli:

Eru tækifæri fyrir beint millilandaflug til Norðurlands yfir vetrartímann?

Í því sambandi má einnig benda á greinargerð um Húsavíkurflugvöll sem unnin var af starfshópi sem stofnaður var í kjölfar málþings í tengslum við aðalfund Atvinnuþróunarfélagsins.

Húsavíkurflugvöllur í Aðaldal 2011