Flýtitenglar

Kynningarfundur Norðurþings og PCC SE á Húsavík

Í gær, 13. desember var haldinn opinn kynningarfundur á vegum Norðurþings og PCC SE, fyrirtækjasamsteypunnar sem stefnir að uppbyggingu kísilmálmerksmiðju á Bakka. Sem kunnugt er undirrituðu forsvarsmenn Norðurþings og PCC viljayfirlýsingu 21. október um að kanna möguleika á slíku verkefni.
Fyrirtækið hefur einnig skoðað aðra staðsetningarmöguleika fyrir kísilmálmverksmiðju en eftir að hafa kynnt sér aðstæður hér og rætt við væntanlega samstarfsaðila var ákveðið ráðast í frekari hagvæmniathugun hér. Vinna er þegar hafin við mat á umhverfisáhrifum og er sú vinna í höndum EFLU verkfræðistofu.
Á fundinum voru tveir fulltrúar PCC SE, þau Jörg Dembek sem hélt kynningu um fyrirtækið og sögu þess og Sabine König sem fjallaði nánar um verkefnið á Bakka. Ólafur Árnason frá Eflu gerði svo grein fyrir umhverfismatinu, en drög að tillögu að matsáætlun hafa verið til kynningar síðan 30. nóvember. Að erindunum loknum svöruðu aðstandendur verkefnisins spurningum fundargesta.Drögin að tillögu um matsáætlun eru aðgengileg á vefsíðu Eflu, http://efla.is  Þar kemur fram að almenningi, hagsmunaaðilum og lögbundnum umsagnaraðilum gefst nú tækifæri til að kynna sér framkvæmdina og koma með athugasemdir áður  en  þeim  verður  skilað  inn  til  Skipulagsstofnunar  til  formlegrar  umfjöllunar. Athugasemdir skulu sendar til Ólafs afrestur rennur út þann 22. desember 2011.Að sögn Jörg Dembek frá PCC munu kynningarglærur frá fundinum einnig verða aðgengalegar á vefnum innan skamms á tenglinum http://www.pcc.is/.