Flýtitenglar

Stofnfundur samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi

Stofnfundur samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi (SANA) var haldinn á Húsavík 9. nóvember sl.

Að undirbúningi stofnfundarins, í samvinnu við AÞ, stóðu Hlífar Karlsson frá Rifósi, Hilmar Dúi Björgvinsson frá Garðvík og Pétur Snæbjörnsson Hótel Reynihlíð og voru þeir einnig kosnir í fyrstu stjórn félagsins. Varamenn í stjórn eru Víðir Pétursson og Sigurjón Benediktsson.

Stjórn mun koma saman og skipta með sér verkum.

Sérstakir gestir fundarins voru Hjörtur Narfason, formaður Samtaka atvinnurekanda á Akureyri og Hafliði H. Hafliðason framkvæmdarstjóri Þróunarfélags Austurlands.

Hjörtur sagði frá stofnum samtakanna og hver væru verkefni þeirra. Tilgangur samtakanna er að stuðla að umræðu hagsmunamála fyrirtækja á Akureyri. Þar var farið í greiningu á samsetningu atvinnulífisins og úr þeirri greiningu, sem unnin var í samvinnu við Akureyrarbæ, fengust ýmsar hagnýtar upplýsingar. Samtökin hafa einnig góða tengingu við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

Hafliði Hafliðason flutti erindi um stöðu atvinnumála á Austfjörðum sem og hvernig málin þróuðust kringum stóriðjuuppbyggingu. Þar má læra margt af og gera betur.

Mikill samhljómur var í máli manna á fundinum sem töldu að samtök af þessu tagi gætu orðið mikilvægur málsvari atvinnulífs á svæðinu ásamt því að efla innbyrðis tengsl fyrirtækja.

Á stofnfundinum gengu 17 aðilar í samtökin.

Aðalfundur SANA verður haldin í febrúar nk. og var ákveðið á stofnfundinum að allir þeir sem ganga í félagið fyrir þann tíma teljist stofnfélagar.

Eru atvinnurekendur hér með hvattir til að ganga til liðs við samtökin en það má gera með því að hafa samband við einhvern stjórnarmanna eða senda tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um nafn og kennitölu fyrirtækis/rekstraraðila.