Flýtitenglar

Spegillinn og Áttavitinn

Íslandsstofa kynnir um þessar mundir tvö ný markaðsþróunarverkefni; Spegilinn og Áttavitann. Spegillinn er sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í ferðaþjónustu en Áttavitinn er ætlaður fyrirtækjum í framleiðslu og hugverkagreinum.

Hvort um sig er átta til tíu mánaða rekstrar- og markaðsþróunarverkefni með þátttöku 8-10 fyrirtækja. Í verkefnisferlinu eru jafn margir fundir þar sem hvert þátttökufyrirtæki fær kynningu, en að baki henni liggur talsverð greiningarvinna ráðgjafa og fulltrúa viðkomandi fyrirtækis. Í upphafi verkefnisins skrifa þátttakendur undir trúnaðaryfirlýsingu.

Tilgangurinn með Speglinum er að gefa forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu tækifæri til að bera hugmyndir sínar, framtíðarsýn, áætlanir, drauma og óskir undir hóp fólks í sömu stöðu, undir leiðsögn reynds ráðgjafa. Þannig má sannreyna hugmyndafræði, leiðrétta rangfærslur og endurskoða markmið og leiðir, áður en farið er af stað í raunverulega markaðssetning.

Í Áttavitanum er sams konar ferli beitt til að hjálpa stjórnendum fyrirtækja í framleiðslu og hugverkagreinum að koma auga á tækifæri til aukins árangurs, taka ákvarðanir um nauðsynlegar úrbætur og að koma þeim í framkvæmd.

Smellið á tenglana hér að neðan til að fræðast nánar um verkefnin.

Spegillinn

Áttavitinn