Flýtitenglar

Þingeyskt og þjóðlegt - Fundur 5. mars

Mánudagkvöldið 5. mars klukkan 20:00 býður Þingeyskt og þjóðlegt upp á áhugaverða fyrirlestra fyrir handverksfólk í Skúlagarði í Kelduhverfi. Þangað eru allir áhugasamir velkomnir.

Um leið býðst áhugasömum aðilum að verða stofnaðilar að verkefninu en það tækifæri gildir til 30. mars. Áhugasamir eru beðnir að tilkynna fundarþátttöku á netfangið [email protected] eða í síma 464-1719 / 895-4742 ~ Guðrún.

Á dagskrá fundarins verður Inga Arnar, Þjóðbúninga og hannyrðavinnustofu Ingu Arnar með erindi um Fjölskyldutengsl í handverki og Sunneva Hafsteinsdóttir ræðir m.a. verðlagningu og markaðssetningu.

Sjá nánar í auglýsingu hér