Flýtitenglar

Ferðaþjónusta og ferðamál – erindi og pallborð í tilefni 25 ára afmælis HA

Í tilefni af 25 ára afmæli Háskólans á Akureyri býður viðskipta og raunvísindadeild skólans í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála til fundar um málefni greinarinnar, þróun og framtíðarhorfur.
Tími: Föstudagurinn 13. apríl 2012 - 10.00-13.00
Staðsetning:
Salur M 101 í Miðborg – aðalbyggingu HA

Það er mikið fagnaðarefni að landsmenn horfi af alvöru til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þetta á sérstaklega við eftir hrun og virðist sem ferðaþjónustan hafi þá, líkt og áður þegar að hefur kreppt, komist inn í vitund landsmanna sem raunverulegur valkostur atvinnuuppbyggingar. Er það vel og fá þeir sem staðið hafa í áravís fyrir uppbyggingu í greininni nú viðurkenningu sinna starfa.
Inngangserindi

Þróun og horfur í ferðaþjónustunni
Birkir Hólm Guðnason CEO Icelandair
Birkir hóf störf hjá Icelandair árið 2000 sem sölustjóri Icelandair á Íslandi. Árin 2002-2005   starfaði Birkir sem Sölu og Markaðsstjóri Icelandair  í Norður-Ameríku og síðan Svæðisstjóri Icelandair í Mið-Evrópu, með aðsetur í Frankfurt á árunum 2005-2006.  Frá árinu 2006-2008 starfaði hann sem  Svæðisstjóri Icelandair í Skandinavíu með aðsetur í Kaupmannahöfn. Birkir var ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair árið 2008 og hefur gegnt því starfi síðan.  Birkir lauk BSc gráðu í Rekstrarhagfræði frá Álaborgaháskóla árið 1998 og lauk svo Meistaranámi / MBA gráðu í Alþjóðaviðskiptafræði frá Álaborgarháskóla árið 2000.
Stutt erindi þar sem brugðist verður við framsögu Birkis
Eiríkur Björn Björgvinsson, Bæjarstjóri á Akureyri
Ásbjörn Björgvinsson, Forstöðumaður Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi
Bryndís Óskarsdóttir, Gistiheimilið Skjaldarvík
Halla Björk Reynisdóttir, stjórnarformaður Akureyrarstofu

Fundarstjóri: Helgi Gestsson, lektor við viðskiptadeild HA
Allir fyrirlesarar munu sitja í pallborði og svara spurningum og taka þátt í umræðum á eftir. Klukkan 12.30 mun verða boðið uppá létt hádegisverðarhlaðborð og gefst þá svigrúm til óformlegra spjalls.