Flýtitenglar

Námskeiðið Sóknarbraut á Akureyri vorönn 2012

Á vormisseri 2012 verður boðið upp á Sóknarbraut á Akureyri. Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og vinnusmiðjum þar sem þátttakendur vinna að þróun sinna verkefna undir handleiðslu. Námskeiðið er öllum opið og eingöngu gerð sú krafa að þátttakendur hafi viðskiptahugmynd til að vinna með.
Skráningarfrestur er til 18. janúar og námskeiðið hefst 24. janúar. sjá nánar