Flýtitenglar

Greining innviða á Norðausturlandi

Á ríkisstjórnarfundi 9.mars sl. kynnti Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra skýrslu um greiningu innviða á Norðausturlandi. Skýrslan er unnin að tilhlutan verkefnisstjórnar sem starfar á grundvelli viljayfirlýsingar milli ríkisstjórnar Íslands og sveitarfélaganna Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps.

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga annaðist greininguna skv. verksamningi við Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytið en fjölmargir aðilar veittu aðstoð við verkið, þeirra á meðal sveitarfélögin á svæðinu, Landsvirkjun, Landsnet og Íslandsstofa. Skýrslan er aðgengileg á pdf formi hér að neðan.

Greining innviða á Norðausturlandi