Flýtitenglar

Átak til atvinnusköpunar – opnað hefur verið fyrir umsóknir

Átak til atvinnusköpunar – á markað með snjöll nýsköpunarverkefni?

Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar.
Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.
Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga s.s. í tækjum og búnaði.Markmið verkefnisins

  • Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta
  • Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum

Í umsókn þarf að koma fram

  • Skýr lýsing á verkefninu í heild og ætluðum árangri þess
  • Greining á nýnæmi verkefnisins
  • Greinargóðar kostnaðar- og verkáætlanir
  • Ýtarleg lýsing á þeim verkþáttum sem sótt er um styrk til, s.s. þróunarvinnu eða markaðsstarfs

Rafræn umsóknareyðublöð eru á www.nmi.is

Beiðni um upplýsingar og aðstoð má senda á netfangið johanna@nmi.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2012. Umsækjendur eru hvattir til að bíða ekki til síðasta dags með að sækja um til að forðast tafir vegna álags á umsóknarkerfi.