Flýtitenglar

Norðurljósin laða að ferðamenn

Íslandsstofa og Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir fræðslufundi um norðurljósin og áhrif þeirra á ferðaþjónustu.
Hver eru tækifærin, hver er markhópurinn, hvað þarf að hafa í huga við markaðssetningu og er hægt spá fyrir um hvenær norðurljósin koma?
Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA fimmtudaginn 26. Janúar kl. 10:00–11:30.

Eftirfarandi erindi verða flutt:
Einar Sveinbjörnsson – veðurfræðingur: Hvað er vitað um hvenær norðurljós koma?
Friðrik Pálsson – Hótel Rangá: Sala og markaðssetning norðurljósa
Ragnar Th Sigurðsson – ljósmyndari: Atvinnuljósmyndarar = norðurljós, möguleg tækifæri?

Hér er gott tækifæri til að fræðast fyrir aðila sem eru, eða hafa áhuga á, að byggja upp
þjónustu við þá ferðamenn sem áhuga hafa á Norðurljósunum.

Skráning fer fram á netfangið islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

Nánari upplýsingar veita Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is eða Ásbjörn Björgvinsson, asbjorn@nordurland.is