Útivist og afþreying - útivistarkort

Fyrir nokkrum árum stóð AÞ fyrir útgáfu útivistarkorta af Norðausturlandi, þ.e. á svæðinu frá Bakkafirði að Eyjafirði. Útivistarkortin eru alls sjö að tölu, í bæklingabroti sem sýnir kort á annari hliðinni og upplýsingatexta á hinni hliðinni.  Efnistök eru eins og nafnið bendir til fyrst og fremst yfirlit og lýsing á áhugaverðum útivistarþáttum s.s. gönguleiðum, reiðleiðum og áhugaverðum stöðum/svæðum. Texti er á íslensku og ensku. Lögð var áhersla á að vanda til verka varðandi að yfirfara örnefni og leiðaval og -lýsingar, sem var unnið í samstarfi við heimafólk á hverju svæði.

Svæðin sem um ræðir eru;
Kort nr 1 - Svalbarðsströnd, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit norður, Aðaldalur
Kort nr 2 - Þingeyjarsveit suður, Eyjafjarðarsveit
Kort nr 3 - Húsavík, Tjörnes, Kelduhverfi, Jökulsárgljúfur
Kort nr 4 - Mývatnssveit
Kort nr 5 - Kópasker, Melrakkaslétta, Raufarhöfn, Þistilfjörður
Kort nr 6 - Hólsfjöll
Kort nr 7 - Þistilfjörður, Þórshöfn, Langanes, Bakkafjörður

Kortin eru seld m.a hjá;
Húsavíkurstofu, Bókaverslun Þórarins, Mývatnsstofu, Fuglasafni Sigurgeirs, Versluninni Tákn Húsavík, Upplýsingamiðstöðinni Akureyri, Pennanum Eymundsson Akureyri, Gljúfastofu við Ásbyrgi, Upplýsingamiðstöðinni á Þórshöfn, Upplýsingamiðstöðinni Egilsstöðum og Upplýsingamiðstöðinni Fosshóli.

Söluaðilar geta pantað kortin hjá AÞ í síma 464-0415 eða á netfanginu [email protected]

 

Comments are closed.