Vinir Vatnajökuls auglýsa eftir styrkumsóknum

VINIR Vatnajökuls styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Þeir sem geta sótt um styrki eru einstaklingar, samtök/tengslanet og bæði einkareknar og opinberar stofnanir. Samtökin styrkja þó ekki almennan rekstrarkostnað stofnana, félaga eða fyrirtækja né einstaklinga vegna greiðslu skólagjalda, námsdvala eða skólaferðalaga.

Umsækjendur mega búa hvort heldur er innan eða utan Íslands.
Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 30. september 2013.
Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu VINANNA: www.vinirvatnajökuls.is 

 

Comments are closed.