Flýtitenglar

Námskeið/þjálfun kvenna í fyrirtækjarekstri

Vinnumálastofnun vill vekja athygli á Evrópuverkefninu FEMALE http://www.femaleproject.eu/ sem stofnunin stýrir um þessar mundir. Um er að ræða verkefni fyrir kvenfrumkvöðla sem hafa stofnað fyrirtæki á síðustu 1-3 árum.
Verkefnið felst í að þjálfa konur á sviði rekstrar en gerð var þarfagreining á því hvaða fræðslu kvenfrumkvöðlar vanhagar um eftir að hafa farið af stað með fyrirtæki á meðal kvenna sem eru í atvinnurekstri og á meðal ráðgjafa og forsvarsmanna Atvinnuþróunarfélaga og annarra sem sinna atvinnuráðgjöf.

Umsóknarfrestur er til 12. desember nk.

Um yfirfærsluverkefni er að ræða sem byggir á hugmyndafræði frá ráðgjafafyrirtækinu Inova Consultancy (http://www.inovaconsult.com/) í Bretlandi sem hefur þróað þjálfunarefni fyrir frumkvöðlakonur en verkefnið er samstarfsverkefni eftirfarandi aðila: Vinnumálastofnunar, Háskólans á Bifröst, Inova í Bretlandi (ráðgjafarfyrirtæki ), ATAEM á Spáni (Samtök kvenna í atvinnurekstri), KRIC í Litháen (Atvinnuþróunarfélag Kaunas og nágrennis) og Viteco (fræðsluhönnunarfyrirtækis á sviði netkennslu) á Ítalíu.

Auk þjálfunarefnis og námskeiðs sem byrjar í janúar n.k. fyrir frumkvöðlakonur verður aðgengileg handbók fyrir frumkvöðla á vefsíðunni ásamt evrópsku tengslaneti frumkvöðlakvenna sem konur geta skráð sig í. Þar sem um þróunarverkefni er að ræða sem styrkt er af Evrópusambandinu geta 10 konur fengið fræðsluna sem stendur frá janúar til apríl 2015 endurgjaldslaust og aðrar 10 geta skráð sig í einstaka námsþætti.
Nú er opinn umsóknarfrestur til að taka þátt í verkefninu en hægt er að sækja um fræðslu- og þjálfunarþátt verkefnisins sem gengur undir nafninu GO4IT á heimsíðu verkefnisins fram til 12. dember n.k.:

http://www.femaleproject.eu/is/enterprise-academy-72/apply

Gert er ráð fyrir að fræðsla og þjálfun fari fram frá föstudegi - laugardags eða eftir atvikum til sunnudags í þjálfunarlotum á tveggja vikna fresti til að þátttakendur sem reka fyrirtæki/eru í vinnu eigi kost á að sækja sé fræðsluna en ekki síst konur af landsbyggðinni en gert er ráð fyrir að kennslan mun fara fram í húsnæði Vinnumálastofnunar í Reykjavík og standi eins og áður segir fram í apríl en gert er ráð fyrir að fræðslulotum ljúki fyrir páska. Þeir þættir sem farið verður yfir í fræðslunni eru einkum eftirfarandi og er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni með eigin atvinnurekstur í ferlinu. Það skal einnig tekið fram að þjálfunarhringir eru m.a. sjálfsefling, handleiðsla og jafninganám:

•Kynning á verkefni – þjálfunarhringir
•Stefnumótun
•Markaðsmál
•Þjálfunarhringur
•Vöruþróun
•Fjármál
•Samfélagsmiðlar
•Útflutningur
•Þjálfunarhringur

Gert er ráð fyrir að netþjálfunarefni með fyrirlestrum verði sett inn á vefsíðu eftir að námskeiði lýkur en verkefninu lýkur í lok árs 2015.

Ef frekari upplýsingar óskast má hafa samband við starfsmenn verkefnisins:
Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Atvinnumála kvenna,
netfang: [email protected] s. 5154800
Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðum. Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum,
netfang: [email protected] s 5154800