Flýtitenglar

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn þriðjudaginn 20. maí sl.  Á fundinum voru m.a. gerðar breytingar á skipulagsskrá Markaðsstofunnar sem miða að því að samstarfsfyrirtæki Markaðsstofunnar eigi beina leið að stjórn og tillögurétt á aðalfundum. Í kjölfarið voru tveir nýir stjórnarmenn kosnir af samstarfsfyrirtækjum til tveggja ára, þær Birna Lind Björnsdóttir, Norðursiglingu og Sigríður Káradóttir, Gestastofu Sútarans.

Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn séu kjörnir til tveggja ára í senn, en að stjórnarseta þeirra skarist þannig að meiri samfella verði í stjórnarstarfinu.

Til áframhaldandi stjórnarsetu til eins árs voru samykkt Svanhildur Pálsdóttir, Hótel Varmahlíð sem einnig var valin stjórnarformaður, Ólafur Aðalgeirsson, Skjaldarvík og Gunnar Jóhannesson, Fjallasýn.

Varamenn til eins árs voru kjörnir Tómas Árdal, Arctic Hotels og Karl Jónsson, Lamb-Inn.

Á fundinum voru kynntar nýtt nýjar áherslur í markaðsefni og nýtt logo Markaðsstofunnar.  Þá var greint frá því að Hrönn Haraldsdóttir, þriðja árs nemi í viðskiptadeild HA mun í sumar vinna að þróunarverkefni um Arctic North Iceland með stuðningi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Stjórn MN 2014 frá vinstri: Ólafur, Tómas, Sigríður, Svana, Birna, Gunnar, Karl.