Flýtitenglar

Ísland tekur þátt í 9 af 13 NPA verkefnum

Verkefnisstjórn Norðurslóðaáætlunarinnar samþykkti stuðning við 13 NPA verkefni á fyrsta umsóknarfresti NPA 2014-2020, og af þeim eru níu með íslenskri þátttöku. Alls bárust 20 verkefnaumsóknir og 15 þeirra með íslenskum þátttakendum. Eini þátttakandinn af Norðausturlandi er Menningarráð Eyþings, sem tekur þátt í verkefninu Creative momentum, um eflingu skapandi greina og menningastarfs, í samstarfi með aðilum frá Írlandi, Norður-Írlandi, Skotlandi og Finnlandi.
Sjá nánar á vef Byggðastofnunar