Flýtitenglar

Nýtt saumaverkstæði á Húsavík

Guðrún Erla Guðmundsdóttir opnaði fyrr í vetur nýtt saumaverkstæði á Húsavík, Finkuna, sem staðsett er að Stóragarði 11. Guðrún Erla lauk tveggja ára námi í fatahönnun og fatagerð í Danmörku og starfaði um tíma m.a. í saumastofu Glófa í Kópavogi.
Finkan saumaverkstæði býður upp á þjónustu í fataviðgerðum og breytingar, hönnun og ýmsa aðra tengda þjónustu.
Sjónvarpsstöðin N4 var á ferðinni á Húsavík á dögunum og tók meðfylgjandi viðtal við Guðrúnu Erlu.