Flýtitenglar

Upplýsingafundur um markaðssetningu Íslands

Upplýsingafundur Íslandsstofu og Markaðsstofu Norðurlands um samstarf og markaðssetningu áfangastaðarins Íslands verður á Gamla Bauk á Húsavík, fimmtudaginn 21. maí kl.10:00-11:30. Þar mun Inga Hlín Pálsdóttir fara yfir hvernig markaðsstarfið á erlendum mörkuðum er unnið á þessu ári og kynna nýja herferð Ísland – allt árið.  Arnheiður Jóhannsdóttir mun kynna áherslur markaðsstofunnar í markaðssetningu og samstarfi. Í lok fundar gefst tími til umræðna.

Skráning og nánari upplýsingar á www.nordurland.is