Flýtitenglar

Könnun á þjónustusókn

Á vegum Byggðastofnunar stendur nú yfir könnun á þjónustusókn íbúa sem framkvæmd er af Gallup. Með könnuninni er ætlunin að draga upp mynd af núverandi þjónustusókn og verða niðurstöðurnar  m.a. nýttar til að skilgreina rétt landsmanna til grunnþjónustu og meta aðgengi að þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta þar sem þeirra er þörf. Til að þessi vinna verði sem marktækust er mikilvægt að allir þeir eru í úrtakinu bregðist vel við og svari könnuninni og leggja með því sitt lóð á vogarskálar betri búsetugæða í samfélaginu. Eru þingeyingar hvattir til að láta sitt ekki eftir liggja í þeim efnum og gera með því gott svæði enn betra.