Flýtitenglar

20180829_095432

Atvinnuskapandi menning í bland við allskonar

Vigdís Rún Jónsdóttir menningarfulltrúi Eyþings kynnti sér svæðið á dögunum. Það líður að því að auglýstir verði til umsóknar styrkir úr Uppbyggingarsjóði Eyþings og er stór hluti þeirra eyrnamerktur menningarverkefnum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hlutverki menningar í samfélögum, bæði til að auka félagsauð og þar með aðdráttarafl svæðis. Einnig fylgja menningaruppbyggingu áhugaverð störf og því mikilvægt að atvinnuþróun og menningaruppbygging vinni vel saman.

Vigdís Rún setti saman stórgóða frétt á vef Eyþings þar sem farið er í gegnum heimsóknina og þá frétt má finna hér. Finna má fleiri myndir frá ferðinni inn á Facebook síðu Atvinnuþróunarfélagsins.