Flýtitenglar

GYG

Verður blágrýti frá Norðurþingi heitasta æðið á næstu árum?

Fyrirtækið GYG flytur í dag út blágrýti frá Höfn í Hornafirði. Framkvæmdastjóri GYG mætti í heimsókn norðausturhornið um daginn til að skoða möguleikana sem felast í jarðefnum á svæðinu en eftirspurn eftir flutning á jarðefnum á milli landa eykst jafnt og þétt. Starfsmaður AÞ hefur haft milligöngu varðandi þetta mál og leiðsagði um svæðið.

Farið var til Raufarhafnar, skoðuð þar náma og svo Melrakkasléttan keyrð og fjörugrjót skoðað. Að lokum var farið að námum, einni við Húsavík og einni á Tjörnesi. Það verður spennandi að fylgjast með hvort eitthvað verður meira úr þessari skoðunarferð.