Flýtitenglar

Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipakomum hefur fjölgað talsvert í Norðurþingi og í fyrsta skipti í fyrra komu skip til Raufarhafnar. Til Húsavíkurhafnar koma líklega þetta sumarið 43 skip sem er gríðarleg fjölgun frá í fyrra.

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélagsins hefur verið að vinna með Norðurþingi að því að markaðssetja hafnirnar og kom út í fyrra bæklingur fyrir Raufarhafnarhöfn til að kynna fyrir skipafyrirtækjum. Bæklingnum er ætlað að fá fyrirtækin til að velja Raufarhöfn sem áfangastað. Einnig er í deiglunni að útbúa sambærilegan bækling fyrir Húsavíkurhöfn og verið er að vinna í heimasíðu fyrir hafnirnar.

Þessu fyrir utan hefur starfsmaður farið og hitt umboðsaðila og verið í samvinnu við Cruize Iceland. Bæklinginn má finna hér