Hagstofan birti í dag tölur um mannfjölda 1. janúar sl. og skv. þeim hefur landsmönnum fjölgað um rúm 10 þúsund frá fyrra ári eða rétt um 3%. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu var um 2,6% en í einstökum landshlutum fjölgaði mest á Suðurnesjum eða 7,4%. Minnst fjölgun varð á Norðurlandi vestra eða 0,5%. Á Norðurlandi eystra fjölgaði um 2,6% en á starfssvæði atvinnuþróunarfélagsins fjölgaði um 379 manns eða 7,7%. Í megin atriðum er þróunin lík og fyrir ári síðan þar sem stórfjárfestingar á Húsavíkursvæðinu og öflugur vöxtur í ferðaþjónustu í suðursýslunni endurspeglast í mikilli íbúafjölgun á meðan austursvæðið sem býr að uppistöðu til við sjávarútveg og landbúnað á frekar undir högg að sækja hvað varðar íbúaþróun. Þó er ánægjulegt að sjá að bæði á Raufarhöfn og Kópaskeri hefur sá jákvæði viðsnúningur átt sér stað að í báðum þorpunum fjölgar nú íbúum.
Í töflunni hér að neðan eru þessar tölur greindar frekar eftir sveitarfélögum og skilgreindum þéttbýlisstöðum á svæðinu. Frétt Hagstofunnar má svo lesa hér.
2017 | 2018 | Breyting f.f.á. | |||
Norðurþing | 2.963 | 3.234 | 271 | 9,1% | |
– þar af Húsavík | 2.196 | 2.307 | 111 | 5,1% | |
– þar af Kópasker | 109 | 122 | 13 | 11,9% | |
– þar af Raufarhöfn | 173 | 186 | 13 | 7,5% | |
– þar af dreifbýli | 485 | 619 | 134 | 27,6% | |
Skútustaðahreppur | 425 | 493 | 68 | 16,0% | |
– þar af Reykjahlíð | 166 | 208 | 42 | 25,3% | |
– þar af dreifbýli | 259 | 285 | 26 | 10,0% | |
Tjörneshreppur | 59 | 58 | -1 | -1,7% | |
Þingeyjarsveit | 915 | 962 | 47 | 5,1% | |
– þar af Laugar | 106 | 109 | 3 | 2,8% | |
– þar af dreifbýli | 809 | 853 | 44 | 5,4% | |
Svalbarðshreppur | 95 | 92 | -3 | -3,2% | |
Langanesbyggð | 484 | 481 | -3 | -0,6% | |
– þar af Þórshöfn | 346 | 352 | 6 | 1,7% | |
– þar af Bakkafjörður | 77 | 65 | -12 | -15,6% | |
– þar af dreifbýli | 61 | 64 | 3 | 4,9% | |
Samtals | 4.941 | 5.320 | 379 | 7,7% |