Flýtitenglar

Upplýsingavefur fyrir fjárfesta

Atvinnuþróunarfélagið í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Eim, með stuðningi úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra hafa sett upp upplýsingavef fyrir svæðið sem fyrst og fremst er ætlaður aðilum sem áhuga kynnu að hafa á því að fjárfesta í atvinnustarfsemi á svæðinu. Markhópuinn er einkum erlendir fjárfestar en efnið getur nýst miklu stærri hóp. Vefurinn er hugsaður lifandi þannig að upplýsingar annað hvort uppfærist úr þeim gagnagrunnum sem vista þær eða þá að þær eru uppfærðar sérstaklega. Fyrsta útgáfa er komin í loftið og er undir hnapp hér til hægri á síðunni en slóðin er invest.northeast.is