Flýtitenglar

Fundur um uppbyggingu flugvalla og efling innanlandsflugs

Skýrsla starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs verður kynnt af Njáli Trausta Friðbertssyni, alþingismanni og formanni  starfshópsins. Tillögur hópsins lúta m.a. að niðurgreiðslu flugfargjalda samkvæmt hinni svokölluðu skosku leið og uppbyggingu flugvalla landsins.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 10. janúar kl. 17:00

Allir velkomnir

Fundarstjóri er Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.