Flýtitenglar

80 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Föstudaginn 8. febrúar, úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 80 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Alls bárust 132 umsóknir, þar af 50 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar.  Samtals var sótt um tæpar 308 mkr.

Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 78 verkefnum styrkvilyrði að upphæð samtals 80 mkr. – sjá styrkþega