Flýtitenglar

Menntunarþörf atvinnulífs á Eyþingssvæðinu – málþing

Vekjum athygli á málþingi um menntunarþörf á Eyþingssvæðinu. Kynnt verður skýrsla sem RHA vann m.a. að frumkvæði atvinnuþróunarfélaganna. Í framhaldinu verða svo umræður um efnið, sem m.a. varðar tækifæri dreifðra byggða í hinni svokölluðu fjórðu iðnbyltingu þar sem margvísleg þekking verður sífellt mikilvægari þáttur atvinnusköpunar og þar með búsetu. Málþingið er öllum opið endurgjaldslaust. Frekari upplýsingar eru hér.