Flýtitenglar

Menning og fólkið í landinu

Í skoðanakönnun sem framkvæmd var meðal flestra atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka árin 2016 og 2017 var spurt um álit íbúa á stöðu 40 þátta/málaflokka í sínu sveitarfélagi. Þegar heildareinkunn þáttanna var reiknuð lenti menning í 14. sæti af 40 þannig að eingöngu 13 þættir fengu betri umsögn en menning í héraði. Þá var athyglisvert að sjá ánægju aukast í sveitarfélögum eftir því sem fjær dró höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í grein Vífils Karlssonar í áhugaverðu tímariti sem nefnist ÚR VÖR og fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna.

Greinina má lesa hér: ÚR VÖR – Menning og fólkið í landinu

Íbúakönninin sem vitnað er til var unnin af hjá Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi með þátttöku fjögurra annarra landshlutasamtaka árin 2016-2017, en hún náði ekki til Norðurland eystra, Austurlands og höfðuborgarsvæðisins.

SSV hefur framkvæmt íbúakönnun á þriggja ára fresti síðan 2004 til að kanna viðhorf íbúa landshlutans til ýmissa mikilvægra mála, en þetta er fyrsta könnunin með þátttöku annarra landshluta. Stefnt er að því að könnunin nái framvegis til alls starfssvæðis Byggðastofnunar, þ.m.t. Norðurlands eystra.

Skýrslu um könnunina 2016-2017 má lesa hér: ÍBÚAKÖNNUN Á ÍSLANDI