Flýtitenglar

Stuðlum að vistvænum lausnum

Græn lán eru nýr lánaflokkur Byggðastofnunar sem ætlað er að fjármagna framkvæmdir sem stuðla að sjálfbærni og vistvænni orkuöflun og auðlindanýtingu í landsbyggðunum.

Grænu lánin eru m.a. hugsuð til fjármögnunar framkvæmda á sviði

  • Nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa
  • Bættrar orkunýtni og auðlindanotkunar
  • Mengunarvarna
  • Lífrænnar matvælaframleiðslu

Umsóknargátt og nánari upplýsingar um Græn lán Byggðastofnunar eru á vef Byggðastofnunar. Lánasérfræðingar Byggðastofnunar veita einnig upplýsingar og leiðbeiningar.