Flýtitenglar

Christin Schröder ráðin forstöðumaður Húsavíkurstofu

Christin Irma Schröder hefur verið ráðin forstöðumaður Húsavíkurstofu. Christin er þrítug að aldri og hefur undanfarið ár starfað hjá PriceWaterhouse Coopers en var áður í starfi aðstoðarmanns framkvæmdastjóra hjá PCC Bakki Silicon. Hún er með MS próf í fjölþjóðasamskiptum en lauk þar áður BA prófi í evrópufræðum. Christin hóf störf 15. janúar og hefur vinnuaðstöðu hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga að Garðarsbraut 5. – sjá nánar