Flýtitenglar

Þingeyska matarbúrið á Local food festival

Norðlenska matarhátíðin Local Food Festival fór fram í Hofi á Akureyri síðastliðin laugardag.

Fjöldinn allur af fyrirtækjum af norðurlandi öllu voru á staðnum. Þingeyska matarbúrið lét sig ekki vanta á svæðið og voru Fjallalamb og Fræðasetur um forustufé með kynningu á sínum vörum og höfðu vart undan að sneiða góðgæti ofaní gesti og gangandi. Dágóð sala var á þeirra vörum og gekk allt vonum framar.