Flýtitenglar

Ferðavenjukönnun 2018 komin út

“Umsvif ferðaþjónustu á Húsavík eru töluverð enda hefur atvinnugreinin vaxið jafnt og þétt á svæðinu undanfarin ár. Ýmislegt bendir þó til þess að hægt hafi á þeim vexti sem endurspeglast í lítillegri fækkun ferðamanna til staðarins sem og farþega hvalaskoðunar á Húsavík frá fyrra ári. Á sama tíma og ferðamönnum til staðarins fækkaði, lengdist dvalartími þeirra og hlutfall þeirra sem gistu yfir nótt hækkaði sem eru jákvæðar niðurstöður fyrir ferðaþjónustuna.”

Þetta er meðal niðurstaða úr ferðavenjukönnun Lilju B. Rögnvaldsdóttur fyrir Húsavík 2018. Ferðamálastofa fól Rannsóknamiðstöð ferðamála að framkvæma könnunina sumarið 2018. Könnunin náði til átta áfangastaða: Reykjavíkur, Reykjanesbæjar, Víkur, Stykkishólms, Ísafjarðar, Hvammstanga, Húsavíkur og Egilsstaða. Sem fyrr var framkvæmdin í höndum Lilju B. Rögnvaldsdóttur verkefnastjóra en hún hefur staðið að gerð sambærilegra kannana frá árinu 2013.

Hér má sjá skýrslu Lilju um erlenda ferðamenn á Húsavík 2018

Gögn um aðra staði og ýmsar aðrar upplýsingar eru aðgengileg hér á vef ferðamálastofu