Flýtitenglar

Samráðsfundur með hagsmunaðilum vegna sértækra aflaheimilda

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 er 5,3% aflaheimilda varið til margvíslegra sértækra aðgerða, svo sem byggðakvóta, sértæks byggðakvóta, línuívilnunar, skelbóta og strandveiða, sjá https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006116.html

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að vega þurfi og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun, sjá https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/stefnuyfirlysing/ 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða meðferð og ráðstöfun ofangreindra aflaheimilda. Hópinn skipa Þóroddur Bjarnason prófessor (formaður), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður, Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra, Gunnar Atli Gunnarsson aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður.Starfsmenn starfshópsins eru Jón Þrándur Stefánsson og Hinrik Greipsson. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/05/03/Skipad-i-starfshop-um-aflaheimildir-sem-rikid-fer-med-forraedi-yfir/

Starfshópurinn efnir til samráðsfundar með fulltrúum sveitarstjórnarstigsins og hagsmunaaðilum á Norðurlandi, þ.e. frá Hrútafirði til Bakkafjarðar.

Avinnuþróunarfélag Þingeyinga hefru verið beðið um að hafi forgöngu að því að hvetja fulltrúa sveitarstjórnarstigsins og hagsmunaaðila á starfssvæði sínu til að mæta á fundinn.

Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri kl. 13–16, fimmtudaginn 5. september 2019.

Hér með eru þeir sem áhuga og tök hafa á að mæta á fundinn hvattir til að láta félagið vita af því en mikilvægt er að raddir sem flestra hagsmunaaðila á starfssvæðinu heyrist á þessum fundi.  Senda má tilkyningu á netfangið [email protected] eða með því að hringja í síma 863 6622.