Flýtitenglar

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2020

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra var haldin í Skjólbrekku í Mývatnssveit föstudaginn 7. febrúar sl.

Umsóknarfrestur til styrkja úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fyrir árið 2020 var 7. nóvember 2019. Alls bárust 158 umsóknir, þar af 68 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 90 til menningar. Samtals var sótt um tæpar 335 mkr., um 190,3 mkr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar, 144,6 mkr. til menningar.

Alls fengu 82 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 76 mkr. Þar af voru 32 verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar styrkt um samtals 38 mkr og 50 verkefni á sviði menningar styrkt um samtals 38 mkr.

Listi yfir styrkvilyrði Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2020