Flýtitenglar

Auglýst eftir umsóknum í Öxarfjörður í sókn

Alþingi hefur ákveðið að veita auknum fjármunum í verkefnið Brothættar byggðir árinu 2020. Verkefnisstjórn hefur í ljósi þess ákveðið að framlengja áður auglýstan umsóknarfrest og eru nú 13,5 milljónir alls til ráðstöfunar í sjóðum Öxarfjarðar í sókn. Frestur til að sækja um er til sunnudagsins 10. maí 2020.

Athugið að úr sterkustu umsóknunum mun verkefnisstjórn velja 1-2 umsóknir sem gefst færi á að sækja í svokallaðan Öndvegissjóð Brothættra byggða.

Nánari upplýsingar um fjárfestingarátak í Brothættum byggðum má sjá hér.

Meginmarkmið Öxarfjarðar í sókn eru eftirfarandi:

  •  Framandi áfangastaður
  •  Framsækni í matvælaframleiðslu
  •  Uppbyggilegt samfélag
  •  Öflugir innviðir

Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum. (sjá nánari reglur um styrkveitingar á vef Byggðastofnunar).

Umsóknareyðublað sem umsækjendur skulu notast og yfirlit yfir áherslur verkefnisins má finna hér.

Athugið að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda en það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og annarra samstarfsaðila og/eða leiðir til samstarfs aðila sem að jafnaði starfa ekki saman.  Að þessu sinni eru 13,5 m. kr. til ráðstöfunar (áður auglýstar 5  + 8,5 m.kr.).
Verkefni sem verða styrkt að þessu sinni og hljóta styrk úr sérstakri úthlutun  er Alþingi samþykkti á þessu ári þurfa að vera hafin í síðasta lagi 1. september 2020 og lokið eigi síðar en 1. apríl 2021 og eru umsækjendur beðnir um að hafa það að leiðarljósi við gerð umsókna.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Charlotta Englund verkefnisstjóri í síma 849-4411 eða á netfanginu [email protected] umsóknum skal einnig skilað á þessu netfangi.

Styrkauglýsing í pdf