Flýtitenglar

Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13-16.30 verður blásið til vefráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi. Á dagskránni eru fjölmörg áhugaverð erindi og er hún öllum opin. Er ráðstefnan lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi. Í vinnu hópsins var fjallað um úrgangsmál svæðiðsins og m.a. greindir úrgangsstraumar og tækifæri til að ná auknum árangri og hagræðingu í þessum viðamikla málaflokki.

Athugið að  ráðstefnan fer fram á netinu - slóð á viðburðinn verður birt á viðburðasíðu ráðstefnunnar á facebook og á facbook síðum SSNV og SSNE.

Verkefnið er samstarfsverkefni Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og er stutt af sóknaráætlunum beggja landshluta.

Dagskrá ráðstefnunnar

smellið á mynd til að stækka hana