Flýtitenglar

Betri Bakkafjörður

Betri Bakkafjörður er eitt af verkefnum sem heyra undir Byggðastofnun með vinnuheitinu Brothættar byggðir. Verkefnisstjóri, Ólafur Áki Ragnarsson, kom til starfa þann 1. júní 2019. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga í verkefninu Betri Bakkafjörður ásamt verkefnisstjórn og starfar í umboði hennar. Hann fylgir eftir stefnu og markmiðum verkefnisins, eins og þau eru skilgreind á hverjum tíma og vinnur að valdeflingu samfélagsins. Verkefnisstjóri er tengiliður milli verkefnisstjórnar og íbúa, fyrirtækja og annarra hagsmunaaðila, sem og tengiliður við Byggðastofnun og aðra þátttakendur í verkefninu.

Í nóvember 2019 var samþykkt verkefnisáætlun sem verkefnisstjórn og verkefnisstjóri höfðu unnið upp úr umræðum og áherslumálum frá íbúaþingi sl. vor og tillögum ráðherraskipaðrar nefndar um málefni Bakkafjarðar sem samþykktar voru á fundi ríkisstjórnar 23. nóvember 2018.

Meginmarkmið verkefnisins eru fjögur, Sterkir samfélagsinnviðir, Öflugt atvinnulíf, Aðlaðandi ímynd Bakkafjarðar og Skapandi mannlíf. Þau gefa tóninn fyrir það starf sem íbúar og aðrir aðilar verkefnisins hyggjast vinna á næstu mánuðum og misserum til að bæta stöðu samfélagsins við Bakkaflóa.

Verkefnastyrkir

Alþingi ákvað að veita auknu fjármagni til verkefna á vegum Brothættra byggða. Verkefnisstjórn Betri Bakkafjörður hefur í framhaldi af því, ákveðið að framlengja umsóknarfrest sem rann út þann 17. apríl sl. til loka sunnudagsins 10. maí 2020. Til ráðstöfunar eru 13,5 milljónir.

Athugið að úr sterkustu umsóknunum mun verkefnisstjórn velja 1-2 umsóknir sem gefst færi á að sækja í svokallaðan Öndvegissjóð Brothættra byggða. Sjá nánari upplýsingar á Fjárfestingarátak í Brothættum byggðum. Verkefni sem verða styrkt að þessu sinni og hljóta styrk úr sérstakri úthlutun er Alþingi samþykkti á þessu ári þurfa að vera hafin í síðasta lagi 1. september 2020 og lokið eigi síðar en 1. apríl 2021 og eru umsækjendur beðnir um að hafa það að leiðarljósi við gerð umsókna.

Meginmarkmið verkefnisins Betri Bakkafjörður eru
  • Sterkir samfélagsinnviðir
  • Öflugt atvinnulíf
  • Aðlandi ímynd Bakkafjarðar
  • Skapandi mannlíf

Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum.

Hér á síðunni má nálgast greinargerð um sérstakt fjárfestingarátak í Brothættum byggðum, framtíðarsýn og markmið verkefnisins og umsóknareyðublað sem umsækjendur um styrk skulu notast við.


Athugið að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og samstarfsaðila. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina.

Umsækjendur er hvattir til að lesa ofangreindar leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Ólafur Áki Ragnarsson verkefnisstjóri í síma 893-6434 eða á netfanginu [email protected]