Flýtitenglar

Félagið


Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga (AÞ) er aflhvati atvinnulífsins í Þingeyjarsýslu. Félagið er hlutafélag í eigu 6 sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu, auk fyrirtækja og stéttarfélaga á starfssvæðinu. AÞ er samstarfsvettvangur sveitarfélaga, fyrirtækja, einstaklinga og hagsmunasamtaka á sviði atvinnu- og byggðamála og nær starfssvæði þess frá Þingeyjarsveit í vestri til Langanesbyggðar í austri. Meginhlutverk AÞ er að veita ráðgjöf og þjónustu sem hefur það meginmarkmið að stuðla að fjölbreyttu, öflugu og sjálfbæru atvinnulífi á starfssvæðinu og stuðla þannig að jafnvægi á sviði umhverfis, efnahags og samfélags.

Með aflhvata atvinnulífsins er átt við að AÞ er leiðandi og leitast við að efla atvinnulíf á svæðinu með miðlun þekkingar og kortlagningu sóknarfæra sem byggjast á auðlindum og sérstöðu svæðisins. AÞ er mótandi afl í sameiginlegri atvinnuuppbyggingu sveitarfélaganna á starfssvæðinu og hefur frumkvæði að könnun atvinnutækifæra og kynningu á þeim fyrir frumkvöðlum og fjárfestum.

 

Hlutverk Framtíðarsýn Stjórn AÞ Starfsmenn AÞ

Hér að neðan má sjá stefnumótun AÞ frá 2010 og starfsáætlun fyrir yfirstandandi ár:

Stefnumótun AÞ 2010 (pdf) Starfsáætlun AÞ 2015 (pdf)