Flýtitenglar

Félagið

Hildur_Husavik_ap4368.jpg

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga var stofnað sem hlutafélag 6.febrúar 1991 á grunni Iðnþróunafélags Húsavíkur sem hafði verið stofnað fyrri hluta árs 1984. Eigendur Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf voru að stærstum hlut sveitarfélögin í Þingeyjarsýslu auk stéttarfélaga og eintaka fyrirtækja. Árið 2018 félaginu breytt í sjálfseignarstofnun.

„Tilgangur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga  ses. er að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á starfssvæði sínu, sem eru sveitarfélögin Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð,    og veita samræmda og þverfaglega ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnulífi og samfélags- og byggðaþróun.

Markmið stofnunarinnar er að stuðla að jákvæðri þróun atvinnulífs og bæta almenn búsetuskilyrði á starfssvæði sínu.  Að markmiðum sínum skal stofnunin vinna í samstarfi við sveitarfélögin, samtök þeirra, ríkisvaldið og aðra þá aðila sem láta sig þessi markmið varða. Hún skal skipuleggja og standa fyrir fjölbreyttum stuðningsaðgerðum í þágu þeirra sem eru í atvinnurekstri, hyggja á atvinnurekstur eða tengjast atvinnurekstri. Þá skal stofnunin vinna að því að auka nýsköpun og arðsemi í atvinnulífinu með verkefnum og þjónustu sem fela í sér hagnýt gildi og eru hvetjandi til athafna á sviði atvinnusköpunar.“

Sjá nánar í samþykktum fyrir Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ses.

.