Flýtitenglar

Framtíðarsýn


AÞ verði sameiginlegur vettvangur atvinnulífsins og sveitarfélaganna á sviði atvinnu- og byggðamála.
Grunnstarfsemi og lágmarksþjónusta félagsins skýrt skilgreind.

Tengslanet:

 • Sterk tengsl við einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og hagsmunasamtök í atvinnulífinu.
 • Hafa frumkvæði að því að mynda vettvang samtaka atvinnulífsins á starfssvæðinu.
 • Skilvirkara samstarf á milli AÞ og þeirra stofnana/félaga sem koma að þróun og uppbyggingu á starfssvæðinu og landsvísu.
 • Efla tengslanet  frumkvöðla, sérfræðinga, atvinnurekenda og atvinnuþróunarfélaga til  að miðla reynslu og þekkingu  innan svæðis og milli landshluta á Íslandi.

Sýnileiki:

 • Starfsemi og þjónusta AÞ þekkt á starfssvæðinu.
 • Fyrsti kostur þegar kemur að ráðgjöf og þjónustu á sviði rekstrar og atvinnuþróunar á svæðinu.
 • Sérþekking um aðstæður og tækifæri til atvinnuuppbyggingar og atvinnulíf á starfssvæði þess.
 • Heimasíða veiti góðar upplýsingar um starfsemi, verkefni AÞ, tækifæri, auðlindir, atvinnustarfsemi og byggð á starfssvæðinu.

Stoðkerfi:

 • Öflugur stuðningsaðili við atvinnulíf á svæðinu.
 • Öflugt starfsfólk með reynslu og þekkingu á atvinnulífinu og starfssviðum félagsins.
 • Öflugur gagnagrunnur um atvinnulíf, samfélag og auðlindir á starfssvæðinu.
 • Samstarf við stofnanir, félög og sérfræðinga í sérhæfðum verkefnum.
 • Gott aðgengi að þjónustu félagsins.

Uppbygging:

 • Kynna kosti, möguleika og tækifæri á starfssvæðinu fyrir nýja atvinnustarfsemi.
 • Styðja við og hvetja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Stuðla að fjölbreytni í atvinnulífinu.
 • Eftirfylgni með hugmyndum til að auka líkur á árangri fyrirtækja.
 • Bæta aðgengi að upplýsingum um fjármögnunarleiðir verkefna.

Fjármál:

 • Föst fjárlög – tryggt rekstrarfé til að sinna grunnstarfsemi .
 • Fjármagnað af ríki, sveitarfélögum, aðildarfyrirtækjum og með verkefnatekjum.
 • Skilvirk áætlanagerð og nýting á fjármunum og rekstrarfé AÞ.

Innra starf:

 • Skipurit,   boðleiðir og verkferlar séu skýrir.
 • Gagnsæ starfsemi með jafnræði og gæði að leiðarljósi.
 • Starfslýsingar og ábyrgðarsvið starfsmanna skýrt skilgreint.
 • Hvatt til símenntunar, þjálfunar og persónulegrar færni starfsfólks.