Flýtitenglar

Hlutverk

Hlutverk AÞ er að kynna kosti, möguleika og tækifæri til atvinnustarfsemi á svæðinu auk þess að standa vörð um og stuðla að eflingu atvinnulífsins með stuðningi, ráðgjöf og upplýsingagjöf.

Aðaláherslur eru:

Fjölgun atvinnutækifæra og starfa á starfssvæðinu:

  • Stuðningur við frumkvöðla og sprotafyrirtæki með þátttöku og þróun.
  • Hafa frumkvæði að nýjum atvinnuverkefnum á starfssvæðinu.
  • Virkja og efla mannauð á starfssvæðinu.
  • Ráðgjöf um fjármögnunarleiðir verkefna t.d. í formi lána, styrkja og áhættufjármagns.

Stuðningur við starfandi fyrirtæki og sveitarfélög:

  • Veita leiðsögn og ráðgjöf á sviði rekstrar og nýsköpunar.
  • Samráðsvettvangur sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga í atvinnu- og byggðamálum.
  • Stuðningur og eftirfylgni viðskiptahugmynda og þróunarverkefna viðskiptavina.

Gagnagrunnur og upplýsingaveita:

  • Sérþekking á auðlindum, sérstöðu og atvinnutækifærum svæðisins.
  • Skipulögð söfnun upplýsinga á sviði atvinnu- og byggðamála.
  • Gera upplýsingar aðgengilegar fyrir notendur þeirra.