Beint á leiđarkerfi vefsins
Atvinnuţróunarfélag Ţingeyinga

29.5.2021

Frumtak, nýr sjóđur til fjárfestinga í nýsköpun- og sprotafyrirtćkjum

Á ársfundi Nýsköpunarsjóðs 28. maí, kynnti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra stofnun nýs Frumtaks, samlagssjóðs stóru bankanna þriggja, stærstu lífeyrissjóða landsins og Nýsköpunarsjóðs.  Frumtak mun hafa a.m.k. 4,6 milljarða króna á næstu árum til fjárfestinga í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar. Frumtaki er ætlað að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi, byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Iðnaðarráðherra greindi einnig frá því að í gær hefði verið undirritað samkomulag milli Nýsköpunarsjóðs og Tækniþróunarsjóðs í því skyni að stuðla betur að fyrstu skrefum í markaðsþróun fullþróaðra hugmynda.

Sjá nánar á vef Iðnaðarráðuneytis

27.5.2021

Styrkjum vegna mótvćgisađgerđa úthlutađ

Byggðastofnun hefur gengið frá styrkveitingum og hlutafjárframlögum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009. Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár.  Af 253 umsóknum hlutu 69 verkefni styrk og nokkrar umsóknir eru til frekari skoðunar.

27.5.2021

Samráđsfundir um stefnumótun í ferđamálum

Horft fram ? veginnMikilvægur hluti af stefnumótun í ferðamálum á Norðausturlandi sem nú er unnið að á vegum AÞ er aðkoma hagsmunaaðila á svæðinu.  Nú er búið að skipuleggja röð samráðsfunda sem hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og öllum áhugasömum um ferðamál er boðið til.  Leitað er eftir innleggi og tillögum sem síðan verða nýtt til þess að greina þarfir svæðisins.

22.5.2021

Tvö fyrirtćki hljóta hvatningarverđlaun AŢ 2008

Skób?? H?sav?kurÁrleg hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga voru veitt í sjöunda sinn að loknum aðalfundi félagsins miðvikudaginn 21. Maí, 2008.  Þetta árið hlutu viðurkenningar Hvalasafnið á Húsavík og Skóbúð Húsavíkur.

21.5.2021

Ađalfundar Atvinnuţróunarfélags Ţingeyinga 2008

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga var haldinn á Gamla Bauk á Húsavík, miðvikudaginn 21. maí. Að lokinni hefðbundinni aðalfundardagskrár, þar sem m.a. var kosin ný stjórn, voru þrjú framsöguerindi með ítarlegri kynningu á nokkrum sérverkefnum. Nýr framkvæmdastjóri var boðinn velkominn og fráfarandi framkvæmdastjóra þökkuð vel unnin störf.  Þá voru hvatningarverðlaun AÞ veitt í sjöunda sinn.

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvćđi