Beint á leiđarkerfi vefsins
Atvinnuţróunarfélag Ţingeyinga

18.4.2021

Síđasta úthlutun Vaxtarsamnings Norđausturlands 2008-2010

Lokið er úthlutun fjármuna Vaxtarsamnings Norðausturlands 2008-2010 en á síðasta fundi stjórnar var samþykkt að taka þátt í 15 verkefnum með samtals allt að 20 mkr. framlagi. Á samningstímanum var fjármunum úthlutað fjórum sinnum til 43 verkefna og samtals nam samþykkt úthlutun tæpum 70 mkr.

Unnið er að gerð nýs vaxtarsamnings sem gert er ráð fyrir að verði til þriggja ára – 2011-2013 – en verið er að samræma gildistíma samninganna um allt land.

Alls bárust 23 umsóknir að þessu sinni og nam heildarupphæð umsókna tæpum 47 mkr. og áætlaður heildarverkefnakostnaður tæpum 105 mkr. Samþykkt var að taka þátt í 15 verkefnum með samtals 20 mkr. framlagi en heildarverkefnakostnaður þeirra verkefna er á ætlaður rúmar 80 mkr.

Samþykkt var að taka þátt í eftirfarandi verkefnum:

Umsækjandi

Heiti verkefnis

Samþykkt 
upphæð

Bergur Elías Ágústsson

Kryddum tilveruna

400.000

Bryndís Pétursdóttir

Frjósemi búfjár-falinn áhrifavaldur?

500.000

Félag áhugafólks um heimafóður

Heimafóður-átak til athafna

750.000

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.

Arctic Nature Experience

750.000

Fuglastígur á Norðausturlandi

Uppbygging fuglastígs

2.000.000

Jóhann Ólafsson

Uppbygging atvinnu og mannlífs á Raufarhöfn

3.000.000

Jökull ehf.

Áframvinnsla á hrognum

2.000.000

Keldusel ehf.

Útivistarfatnaður fyrir sportveiði

1.000.000

Norðurhjari - ferðaþjónustuklasi

Efling ferðaþjónustu austan Jökulsár

1.200.000

Húni Heiðar Hallsson

Repjurækt í Kelduhverfi og Öxarfirði

2.000.000

Skjálftafélagið

Menningarmiðstöð á Kópaskeri

800.000

Úti á Túni

Svæðisbundin nýsköpun

2.000.000

Urðarbrunnur

Þekkingar- og þróunarsetur í Þingeyjarsveit

1.500.000

Þingeyskt og þjóðlegt

Samstarfsverkefni - þingeyskt og þjóðlegt

600.000

Þura ehf.

Mývetnskt mólendi

1.500.000

 

Hér er aðeins getið umsækjenda en í öllum tilfellum er um að ræða samstarfsverkefni, en það er m.a. eitt af skilyrðum fyrir þátttöku í verkefnum að um sé að ræða samstarfsverkefni fleiri aðila.


Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvćđi