Beint į leišarkerfi vefsins
Atvinnužróunarfélag Žingeyinga

1.9.2020

Kęjakręšararnir vęntanlegir til Hśsavķkur laugardaginn 3. september.

 Riaan Manser og Dan Skinstad   Skj lfandafl¢a
Mynd af vefsíðunni www.riaanmanser.com

Kæjak ræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad frá Suður Afríku nálgast nú óðum það takmark sitt að róa umhverfis landið á kæjak. Ævintýramaðurinn Riaan Manser og félagi hans Dan Skinstad sem er með væga heilalömun, hófu ferð sína frá Húsavík í mars sl. áleiðis umhverfis landið. Síðan þá hafa þeir lent í hvers kyns veðrum, glímt við misjafnar lendingar við strendur landsins og þurft að yfirstíga ýmsa aðra erfiðleika.

Þeir hafa þó ekki lagt árar í bát og mánudaginn 29. ágúst lögðu þeir upp í síðasta hluta ferðar, frá Ströndum og áleiðis til Húsavíkur. Þeir hafa þegar róið fyrir Húnaflóa og Skagafjörð og komu til Siglufjarðar á miðvikudagskvöld.

Þeir félagar stefna að því að koma til Húsavíkur upp úr hádegi (12:00) á laugardaginn 3. september. Þar eru allir velkomnir niður í fjöru að taka á móti þeim og fagna áfanganum með þeim.
Nánar er hægt að fræðast um ferð þeirra félaga á síðunni

http://www.riaanmanser.com/pages/iceland.php


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvęši