Átt þú ekki erindi við Vaxtarsamning Norðausturlands?

Næsti umsóknarfrestur um stuðning úr Vaxtarsamningi Norðausturlands (VAXNA) er þriðjudagurinn 24. september nk.

Hvetjum alla þá sem eru að huga að atvinnusköpun eða verkefnum sem til þess eru fallin að efla atvinnulíf og búsetuskilyrði á starfssvæði samningsins til að kynna sér skilmála hans.

Allar frekari upplýsingar og aðstoð við gerð umsókna veita starfsmenn atvinnuþróunarfélagsins en umsóknargögn og upplýsingar um skilmála samningsins er að finna hér á síðunni.

Styrkir og stuðningsverkefni

Hægt er að sækja um styrki og stuðning við margvísleg verkefni á sviði nýsköpunar og atvinnueflingar.
Hér neðanmáls höfum við tekið saman nokkra tengla á vefsíður og aðila sem veita styrki og stuðning við margvísleg verkefni.

 

Lesa meira

Vinir Vatnajökuls auglýsa eftir styrkumsóknum

VINIR Vatnajökuls styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Þeir sem geta sótt um styrki eru einstaklingar, samtök/tengslanet og bæði einkareknar og opinberar stofnanir. Samtökin styrkja þó ekki almennan rekstrarkostnað stofnana, félaga eða fyrirtækja né einstaklinga vegna greiðslu skólagjalda, námsdvala eða skólaferðalaga.

Umsækjendur mega búa hvort heldur er innan eða utan Íslands.
Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 30. september 2013.
Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu VINANNA: www.vinirvatnajökuls.is 

 

Útivist og afþreying - útivistarkort

Fyrir nokkrum árum stóð AÞ fyrir útgáfu útivistarkorta af Norðausturlandi, þ.e. á svæðinu frá Bakkafirði að Eyjafirði. Útivistarkortin eru alls sjö að tölu, í bæklingabroti sem sýnir kort á annari hliðinni og upplýsingatexta á hinni hliðinni.  Efnistök eru eins og nafnið bendir til fyrst og fremst yfirlit og lýsing á áhugaverðum útivistarþáttum s.s. gönguleiðum, reiðleiðum og áhugaverðum stöðum/svæðum. Texti er á íslensku og ensku. Lögð var áhersla á að vanda til verka varðandi að yfirfara örnefni og leiðaval og -lýsingar, sem var unnið í samstarfi við heimafólk á hverju svæði.
Lesa meira