Orkuveita Húsavíkur tekur nýja orkustöð í notkun 22. júlí 2000.

Orkuveitan flytur 125°C heitt vatn undir þrýstingi frá vinnsluholum á Hveravöllum til nýrrar orkustöðvar innan bæjarmarka Húsavíkur. Lögð hefur verið ný einangruð pípulögn úr stáli frá jarðhitasvæðinu. Hún liggur neðanjarðar meðfram gömlu pípulögninni mestan hluta leiðarinnar til bæjarins. Gert er ráð fyrir að vatnið kólni um 2°C á leiðinni til Húsavíkur.

Orkustöðin hýsir rafstöð, sem er 2 MW tvívökva eining af Kalina gerð. Í stöðinni eru jafnframt varmaskiptar og stjórnstöð. Raforkuframleiðslan kemur til með að fullnægja u.þ.b. þremur fjórðu hlutum núverandi raforkuþarfar bæjarfélagsins. Stöðin framleiðir jafnframt heitt vatn á þeim hita sem iðnaður og húshitun þarfnast hverju sinni, allt að 120°C. Sjá nánar á mynd:

Á Húsavík er starfrækir Íslenskur harðviður fyrirtæki sem þurrkar harðvið og vinnur úr honum ýmsar vörur. Það nýtir 80°C heitt jarðhitavatn við framleiðslu sína í stað olíu. Fiskiðjusamlag Húsavíkur rekur rækjuverksmiðju og áformar að nýta um 120°C heitt jarðvatn við framleiðslu sína. Silungs- og laxeldisstöðvar á svæðinu nota jarðhitavatn til þess að halda vatninu í eldiskerjum stöðvanna á kjörhita fyrir ræktunina. Einnig er starfrækt þurrkun á fiski þar sem jarðhitavatn er nýtt.