Beint į leišarkerfi vefsins
Atvinnužróunarfélag Žingeyinga

Héraðsnefnd Þingeyinga

Sjö sveitarfélög eiga aðild að Héraðsnefnd Þingeyinga. Þau eru: Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Aðaldælahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð.

Sveitarstjórnirnar kjósa fulltrúa til setu í Héraðsnefnd. Kjörgengir eru sveitarstjórnarmenn og framkvæmdastjórar sveitarfélaga. Héraðsnefnd fundar 2 til 3 á ári. Héraðsnefnd kýs 5 fulltrúa úr sínum hópi til setu í héraðsráði. Héraðsráð stjórnar framkvæmd verkefna Héraðsnefndar milli funda hennar.

Helstu verkefni Héraðsnefndar eru: Yfirstjórn safnamála, almannavarna og afréttamálefna og fjallskila. Héraðsnefnd kýs náttúruverndarnefnd sýslunnar og annast skiptingu safnvegafjár auk þess að sinna umsagnarskildu samkvæmt ýmsum lögum og öðrum málefnum sem sveitarstjórnir kunna að fela henni.

Héraðsráð skipar fulltrúa í félagsmála- og barnaverndarnefnd.

Nefndir       Fundargerðir


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvęši