Flýtitenglar

AVS sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum

AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti
íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn
auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni 2020 með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er
til kl. 20, 2. desember 2019 – sjá nánar

Viðtalstímar Markaðsstofunnar

Í október og nóvember verða starfsmenn Markaðsstofunnar á ferð um landshlutann og bjóða öllum þeim sem hafa áhuga til viðtals um þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar eða almennt um það sem tengist markaðsmálum til erlendra ferðamanna. Hægt verður að panta 20 mínútna langa fundi með þeim Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra og Birni H. Reynissyni verkefnastjóra.
Skráning og nánari upplýsingar

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2020. Opnað var fyrir umsóknir 7. október og er umsóknarfrestur til og með kl. 12:00, 7. nóvember. Starfsmenn sjóðsins verða með viðtalstíma í Suður Þingeyjarsýslu miðvikudaginn 16. október og í Norður Þingeyjarsýslu fimmtudaginn 17. október. Nánari upplýsingar

Upplýsingavefur fyrir fjárfesta

Atvinnuþróunarfélagið í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Eim, með stuðningi úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra hafa sett upp upplýsingavef fyrir svæðið sem fyrst og fremst er ætlaður aðilum sem áhuga kynnu að hafa á því að fjárfesta í atvinnustarfsemi á svæðinu. Markhópuinn er einkum erlendir fjárfestar en efnið getur nýst miklu stærri hóp. Vefurinn er hugsaður lifandi þannig að upplýsingar annað hvort uppfærist úr þeim gagnagrunnum sem vista þær eða þá að þær eru uppfærðar sérstaklega. Fyrsta útgáfa er komin í loftið og er undir hnapp hér til hægri á síðunni en slóðin er invest.northeast.is

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða opnar fyrir umsóknir vegna 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2020. Umsóknarfrestur er til hádegis þann 29. október næstkomandi. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum Þjónustugátt Ferðamálastofu sem aðgengileg er á vef Ferðamálastofu og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um umsóknaferlið – sjá nánar