Flýtitenglar

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofur atvinnuþróunarfélagsins verða lokaðar frá 22. júlí vegna sumarleyfa. Opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Greining á menntunarþörf á Eyþingssvæðinu

Út er komin skýrsla RHA um menntunarþörf í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, eftir starfsgreinum og staðsetningu. Spurningakönnun var send í nóvember 2018 til allra fyrirtækja og stofnana á svæðinu, fámennra sem fjölmennra og viðtöl tekin við 23 forsvarsmenn fyrirtækja, stofnana, verkalýðsfélaga og sveitarfélaga. Áhersla var lögð á að skoða þörf á menntun út frá áherslum atvinnulífsins. Voru þátttakendur spurðir um núverandi stöðu og hverjar þeir teldu horfurnar vera hjá sínu fyrirtæki/stofnun í nánustu framtíð. Samkvæmt niðurstöðum vantar tæpan helming fyrirtækja/stofnana starfsfólk eða gerir ráð fyrir að það muni vanta á næstu 5 árum. Hæst var hlutfallið í Norður-Þingeyjarsýslu. Rúmlega helmingur svarenda sagði að vel hafi gengið að fá fólk til starfa með þá menntun eða hæfni sem þörf er á en 27% sögðu að það hafi gengið illa.  Meira →

Gunna í Urð hlýtur hvatningarverðlaun AÞ

Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga voru veitt í 18. sinn í tengslum við ársfund félagsins sem haldinn var á Raufarhöfn 29. maí 2019. Viðurkenninguna hlaut að þessu sinni Guðrún Rannveig Björnsdóttir fyrir þrautseigju og dugnað við að halda úti nauðsynlegri grunnþjónustu við samfélagið á Raufarhöfn, þar sem hún hefur rekið verlsunina Urð um árabil. Meira →

Græn lán – nýr lánaflokkur Byggðastofnunar

Fram til ársins 2013 var aðeins einn lánaflokkur í boði hjá Byggðastofnun, almenn lán í íslenskum krónum eða erlendum myntum. Síðan þá hafa þrír nýir flokkar bæst við og þjónustuframboð því aukist verulega. Um er ræða lán til jarðakaupa eða endurbóta í landbúnaði, lán til stuðnings atvinnurekstri kvenna og sérstök lán til nýsköpunarverkefna. Nú er nýr lánaflokkur að bætast við, svokölluð “Græn lán.”

Meira →

Málþing, afhending hvatningarverðlauna og ársfundur

Ársfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. fer fram miðvikudaginn 29. maí nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.  Dagskráin  hefst kl. 12:30 með sameiginlegu málþingi félagsins og Þekkingarnets Þingeyinga undir yfirskriftinni “Þróun byggðar og atvinnulífs í Þingeyjarssýslu”  þar sem starfsmenn stofnananna gera grein fyrir verkefnum sem nýtast báðum stofnunum. Kl. 13:45 verða Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga afhent í  16. sinn en tilgangur þeirra er að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnu- og byggðaþróun á svæðiu. Kl. 14:00  hefst svo ársfundur stofnunarinnar og er dagskrá skv.  samþykktum svohljóðandi:

 

1) Skýrsla stjórnar
2) Staðfesting ársreiknings
3) Breytingar á stofnskrá (ef við á)
4) Kosningar:
a) Kjör stjórnar
b) Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
5) Ákvörðun um þóknun stjórnar
6) Önnur mál 

Málþingið og fundurinn er öllum opinn og eru gestir boðnir velkomnir.