Flýtitenglar

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða opnar fyrir umsóknir vegna 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2020. Umsóknarfrestur er til hádegis þann 29. október næstkomandi. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum Þjónustugátt Ferðamálastofu sem aðgengileg er á vef Ferðamálastofu og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um umsóknaferlið – sjá nánar

Ratsjáin í Þingeyjarsýslu

Rekur þú ferðaþjónustufyrirtæki? – Viltu gera enn betur?
Ratsjáin er þróunar- og nýsköpunarverkefni ætlað stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum. Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið. Markmið verkefnisins er bætt afkoma ferðaþjónustufyrirtækja með því að greina tækifæri til nýsköpunar og styrkja enn frekar þekkingu og færni stjórnenda. – Umsóknarfrestur er til og með 20. september. sjá nánar

Menntunarþörf atvinnulífs á Eyþingssvæðinu – málþing

Vekjum athygli á málþingi um menntunarþörf á Eyþingssvæðinu. Kynnt verður skýrsla sem RHA vann m.a. að frumkvæði atvinnuþróunarfélaganna. Í framhaldinu verða svo umræður um efnið, sem m.a. varðar tækifæri dreifðra byggða í hinni svokölluðu fjórðu iðnbyltingu þar sem margvísleg þekking verður sífellt mikilvægari þáttur atvinnusköpunar og þar með búsetu. Málþingið er öllum opið endurgjaldslaust. Frekari upplýsingar eru hér.

Við viljum sjá þig í Hofi 19. september!

Vilt þú hafa áhrif á hvernig fjármunum á Norðurlandi eystra er varið?
Á annað hundrað milljónir á ári eru í pottinum!

Fimmtudaginn 19. september kl. 16–19 fer fram stórfundur um mótun nýrrar
sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020–2024 í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi.

Sjá nánar