Flýtitenglar

Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2020

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum. Meira →

Lands­virkj­un og MýSilica semja um upp­bygg­ingu og ný­sköp­un við Mý­vatn

Lands­virkj­un og MýSilica hafa und­ir­ritað samn­ing um rann­sókn­ir, þróun og fram­leiðslu á kís­il­rík­um húð- og snyrti­vör­um úr jarðhita­vatni virkj­ana á starfs­svæði Lands­virkj­un­ar á Norður­landi. Byggð verður upp aðstaða sem mun nýt­ast fyr­ir ný­sköp­un og fjöl­nýt­ingu og verður MýSilica fyrsta sprota­fyr­ir­tækið til að nýta aðstöðuna. Verkefni MýSilica er meðal þeirra sem hlotið hafa styrk úr uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.  Sjá nánar í frétt á mbl.is

Ársfundur Byggðastofnunar í fjarfundi

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í fjarfundi 16. apríl 2020.  Sjö manna stjórn var kjörin og var Magnús Jónsson endurkjörinn formaður. Í ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra byggðamála, greindi hann frá, og tók undir, áherslur landshlutasamtaka um tekið verði tillit til byggðasjónarmiða þegar kemur að mati fjármálastofnana á “lífvænleika” fyrirtækja - sjá frétt á vef Stjórnarráðsins

Frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og staðgreiðslu tryggingagjalds

Samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru geta launagreiðendur sótt um frest á skilum á allt að þremur greiðslum.
Þær þurfa að vera vegna afdreginnar staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingagjalds sem eru á gjalddaga frá 1. apríl til og með 1. desember 2020.
Heimilt er að óska eftir frestun á gjalddaga og eindaga til 15. janúar 2021 að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum.

Nánari upplýsingar á vefsíðu rsk.is