Flýtitenglar

Nafnasamkeppni – ný landshlutasamtök á Norðurlandi eystra

Í nóvember sl. samþykktu EYÞING, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sameiningu félaganna þriggja undir hatti nýrra samtaka. Þessi samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra efna hér með til nafnasamkeppni um heiti félagsins.
Íbúar á svæðinu eru hvattir til að taka þátt í samkeppninni og finna hentugt og sterkt nafn á félagið. Meira →

Auglýst staða framkvæmdastjóra

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Starfsstöðvar félagsins verða á fjórum stöðum: Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og Norður Þingeyjarsýslum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er í starfið til fimm ára. Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2020.

Nánari upplýsingar á vef Capacent

Þróun atvinnutekna 2008-2018 eftir atvinnugreinum og landshlutum

Byggðastofnun hefur birt skýrslu um atvinnutekjur eftir landshlutum og atvinnugreinum fyrir tímabilið 2008-2018. Í skýrslunni er margt forvitnileg en mikill munur er á þróun heildaratvinnutekna eftir greinum og svæðum. Þegar Þingeyjarsýsla er skoðuð sérstaklega virðast áhrif iðnaðaruppbyggingar á Bakka og Þeistareykjum nokkuð greinileg. Meira →