Flýtitenglar

Stuðlum að vistvænum lausnum

Græn lán eru nýr lánaflokkur Byggðastofnunar sem ætlað er að fjármagna framkvæmdir sem stuðla að sjálfbærni og vistvænni orkuöflun og auðlindanýtingu í landsbyggðunum.

Meira →

Menning og fólkið í landinu

Í skoðanakönnun sem framkvæmd var meðal flestra atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka árin 2016 og 2017 var spurt um álit íbúa á stöðu 40 þátta/málaflokka í sínu sveitarfélagi. Þegar heildareinkunn þáttanna var reiknuð lenti menning í 14. sæti af 40 þannig að eingöngu 13 þættir fengu betri umsögn en menning í héraði. Þá var athyglisvert að sjá ánægju aukast í sveitarfélögum eftir því sem fjær dró höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í grein Vífils Karlssonar í áhugaverðu tímariti sem nefnist ÚR VÖR og fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna. Meira →

Vorfundur fulltrúaráðs HNÞ bs.

Vorfundur fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. fer fram á Sel-Hótel Mývatni miðvikudaginn 15. maí nk. og hefst kl. 13:00.

Dagskrá fundarins er skv. 5. gr. stofnsamnings byggðasamlagsins svohljóðandi:

  • Skýrsla framkvæmdastjórnar
  • Ársreikningar og ársskýrslur þeirra stofnana og verkefna sem falla undir starfssvið byggðasamlagsins
  • Kosningar
  • Skipun stjórna fyrir stofnanir og verkefni
  • Kosning sérstakra starfsnefnda telji fundurinn þörf á því

Fundurinn er öllum opinn til áheyrnar á meðan húsrúm leyfir.

Starfsmenn utan skrifstofu

Vegna vorfundar atvinnuþróunarfélaganna og ársfundar Byggðastofnunar verða starfsmenn utan skrifstofu 10. og 11. apríl.

Bakslag í íbúaþróun við lok stórframkvæmda

Starfssvæði Atvinnuþróunarfélags ÞingeyingaHagstofan hefur birt tölur um íbúafjölda á landinu 1. janúar sl. en skv. þeim fjölgaði landsmönnum um 2,4% milli ára en á Norðurlandi eystra varð hins vegar lítilháttar fækkun eða um 0,03%.

Líkt og gera mátti ráð fyrir er nokkur íbúafækkun á starfssvæði atvinnuþróunarfélagsins í kjölfar þess að framkvæmdum við byggingu kísilversins á Bakka og Þeistareykjavirkjunar er lokið. Meira →