Flýtitenglar

Opið fyrir umsóknir í ÖÍS

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum Öxarfjarðar í sókn og er frestur til að sækja um til mánudagsins 1. apríl 2019.

Meginmarkmið Öxarfjarðar í sókn eru eftirfarandi:

  • Framandi áfangastaður
  • Framsækni í matvælaframleiðslu
  • Uppbyggilegt samfélag
  • Öflugir innviðir

Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum.

Meira →

NORA auglýsir verkefnastyrki 2019, fyrri úthlutun

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfið) er að styrkja samstarf á Norður Atlantssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2019. Umsóknarfrestur er 4. mars 2019sjá nánar

80 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Föstudaginn 8. febrúar, úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 80 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Alls bárust 132 umsóknir, þar af 50 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar.  Samtals var sótt um tæpar 308 mkr.

Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 78 verkefnum styrkvilyrði að upphæð samtals 80 mkr. – sjá styrkþega

Húsavíkurstofa: Aðalfundur / Annual meeting

Aðalfundur Húsavíkurstofu verður haldinn þann 26.febrúar kl. 17:30 í sal Hvalasafnsins. Nýir og eldri meðlimir sérstaklega velkomnir á fundinn. Einnig allir þeir sem hafa áhuga á uppbyggingu í verslun og ferðaþjónustu á svæðinu.

The annual meeting of Húsavíkurstofa will be held on 26. February at 6.30 pm in the convention hall of the whale museum.
New and old members are most welcome at the meeting as well as everyone interested in the development of tourism in the area.

Sjá dagskrá / See agenda Meira →