Flýtitenglar

Fulltrúaráð AÞ samþykkir sameiningu við Eyþing og AFE

Samþykkt var á fulltrúaráðsfundi atvinnuþróunarfélagsins í Skúlagarði í 19. nóvember 2019 að sameina starfsemi félagsins, Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í nýjum landshlutasamtökum. Tillaga um sameiningu félaganna hafði þegar verið samþykkt af Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og mun nýtt félag taka til starfa 1. janúar.
Meira →

Auglýst eftir styrkumsóknum fyrir Betri Bakkafjörð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum verkefnisins Betri Bakkafjörður. Frestur til að sækja um er til og með sunnudagsins 15. desember 2019. Meginmarkmið verkefnisins Betri Bakkafjörður eru Sterkir samfélagsinnviðir, öflugt atvinnulíf, aðlandi ímynd Bakkafjarðar og skapandi mannlíf. Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum. Nánari upplýsingar eru hér á atthing.is/betri-bakkafjordur

Viðhorf heimafólks til ferðamanna og ferðaþjónustu 2018

Í dag komu út skýrslur með niðurstöðum kannana á viðhorfum heimfólks til ferðamanna og ferðaþjónustu á fjórum áfangastöðum; Reykjanesbæ, Stykkishólmi, Húsavík og Egilsstöðum. Langflestir Húsvíkingar töldu ferðaþjónustuna hafa góð áhrif á fjölbreytni í atvinnulífi og framboð þjónustu á svæðinu. Niðurstöður könnunarinnar benda einnig til þess að á heildina litið telji Húsvíkingar ferðamennsku og ferðaþjónustu hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið og búsetuskilyrðin sjá nánar

 

Jafningjafræðsla og tengslanet fyrir frumkvöðlakonur í W-POWER verkefninu!

Verkefnið gengur út á að leiða saman tvær eða jafnvel fleiri konur frá sitt hvoru landinu sem eru að glíma við svipaðar áskoranir í að reka sitt eigið fyrirtæki/verkefni í dreifðari byggðum. Markmiðið að skapa tengsl, læra hvor af annarri með jafningjafræðslu og heimsóknum og stækka markaði. Það er nú þegar mikill áhugi á verkefninu og komið töluvert af umsóknum. Viltu taka þátt?

 

Meira →

AVS sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum

AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti
íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn
auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni 2020 með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er
til kl. 20, 2. desember 2019 – sjá nánar