Flýtitenglar

Opið fyrir styrkumsóknir í Betri Bakkafjörður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum verkefnisins Betri Bakkafjörður fyrir árið 2020. Frestur til að sækja um er til og með föstudagsins 17. apríl 2020. Meginmarkmið verkefnisins Betri Bakkafjörður eru Sterkir samfélagsinnviðir, öflugt atvinnulíf, aðlandi ímynd Bakkafjarðar og skapandi mannlíf. Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum. Nánari upplýsingar eru hér á atthing.is/betri-bakkafjordur

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir fjögur verkefni á Norðurlandi eystra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í dag grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020. Samtals er nú úthlutað rúmum 1,5 milljarði króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Meira →

Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13-16.30 verður blásið til ráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi á Hótel KEA á Akureyri. Er ráðstefnan lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi. Meira →

Betri Bakkafjörður - ársskýrsla 2019

Ársskýrsla verkefnisins Betri Bakkafjörður 2019 er komin út en þar er farið yfir það helsta sem á daga verkefnsisins dreif á sl. ári. Ljóst er að ýmislegt hefur áunnist en einnig að áfram þarf að takast á við ýmsar áskoranir, þ.m.t. að fylgja eftir ríkisstjórnarsamþykkt um að ráðstafa 40 mkr. á ári til verkefnisins.

Ársskýrsluna má lesa hér. 

Auglýst er eftir umsóknum um styrki

Opið er fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum Öxarfjarðar í sókn og er frestur til að sækja um til mánudagsins 3. mars 2020.
Meginmarkmið Öxarfjarðar í sókn eru eftirfarandi:

  • Framandi áfangastaður
  • Framsækni í matvælaframleiðslu
  • Uppbyggilegt samfélag
  • Öflugir innviðir

Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum. Meira →