Flýtitenglar

Málþing - hvað gera erlendir ferðamenn á Norðurlandi?

Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir stuttu málþingi á Akureyri nk. föstudag 9. mars milli kl. 10 - 12 á Hótel KEA.

Fundarefnið er:
Hvað gera erlendir ferðamenn á Norðurlandi?
Horfur, væntingar og millilandaflug.

Eftirfarandi erindi verða flutt; Meira →

Þingeyskt og þjóðlegt - Fundur 5. mars

Mánudagkvöldið 5. mars klukkan 20:00 býður Þingeyskt og þjóðlegt upp á áhugaverða fyrirlestra fyrir handverksfólk í Skúlagarði í Kelduhverfi. Þangað eru allir áhugasamir velkomnir.

Um leið býðst áhugasömum aðilum að verða stofnaðilar að verkefninu en það tækifæri gildir til 30. mars. Áhugasamir eru beðnir að tilkynna fundarþátttöku á netfangið [email protected] eða í síma 464-1719 / 895-4742 ~ Guðrún.

Á dagskrá fundarins verður Inga Arnar, Þjóðbúninga og hannyrðavinnustofu Ingu Arnar með erindi um Fjölskyldutengsl í handverki og Sunneva Hafsteinsdóttir ræðir m.a. verðlagningu og markaðssetningu.

Sjá nánar í auglýsingu hér

 

Spegillinn og Áttavitinn

Íslandsstofa kynnir um þessar mundir tvö ný markaðsþróunarverkefni; Spegilinn og Áttavitann. Spegillinn er sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í ferðaþjónustu en Áttavitinn er ætlaður fyrirtækjum í framleiðslu og hugverkagreinum.

Hvort um sig er átta til tíu mánaða rekstrar- og markaðsþróunarverkefni með þátttöku 8-10 fyrirtækja. Í verkefnisferlinu eru jafn margir fundir þar sem hvert þátttökufyrirtæki fær kynningu, en að baki henni liggur talsverð greiningarvinna ráðgjafa og fulltrúa viðkomandi fyrirtækis. Í upphafi verkefnisins skrifa þátttakendur undir trúnaðaryfirlýsingu.

Tilgangurinn með Speglinum er að gefa forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu tækifæri til að bera hugmyndir sínar, framtíðarsýn, áætlanir, drauma og óskir undir hóp fólks í sömu stöðu, undir leiðsögn reynds ráðgjafa. Þannig má sannreyna hugmyndafræði, leiðrétta rangfærslur og endurskoða markmið og leiðir, áður en farið er af stað í raunverulega markaðssetning.

Í Áttavitanum er sams konar ferli beitt til að hjálpa stjórnendum fyrirtækja í framleiðslu og hugverkagreinum að koma auga á tækifæri til aukins árangurs, taka ákvarðanir um nauðsynlegar úrbætur og að koma þeim í framkvæmd.

Smellið á tenglana hér að neðan til að fræðast nánar um verkefnin.

Spegillinn

Áttavitinn

 

Aðalfundur SANA - Samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi

Aðalfundur nýstofnaðra Samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi var haldinn sl. mánudag á veitingahúsinu Sölku á Húsavík. Á fundinum kom fram að félögum hefur fjölgað frá stofnfundi í nóvember sl. og eru þeir nú orðnir 28. Í stjórn félagsins voru kjörnir Friðrik Sigurðsson Bókaverslun Þórarins, Hilmar Dúi Björgvinsson Garðvík og Pétur Snæbjörnsson Hótel Reynihlíð og varamenn þeir Sigurjón Benediktsson Gestahús Cottages.is og Víðir Pétursson Skarpur útgáfufélag. Hlífar Karlsson Rifósi gaf ekki kost á sér tilendurkjörs og var honum þakkað gott starf í þágu samtakanna. Meira →

Nýtt gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu

VAKINN, nýtt íslenskt gæða- og umhverfiskerfi fyrir ferðaþjónustu var formlega tekið í notkun í gær. VAKINN er afsprengi þróunarverkefnis sem Ferðamálastofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa unnið að í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands. Markmiðið með VAKANUM er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.

Kynningarfundur um VAKANN verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri kl. 9:00-10:30 þann 5. mars nk. Þá hefur einnig hefur verið opnuð vefsíðan  www.vakinn.is þar sem hægt er að fræðast nánar um kerfið.